Við enduðum á að sækja matseðlana sjálf eftir að hafa beðið drykklanga stund. Viðmótið hjá manneskjunni sem tók við pöntuninni var mjög þurrt, ekki heilsað, heldur komið aftan að manni með: "Hvað viljið þið?" og síðan gat hún ekki sagt mér almennilega hvað væri hægt að fá sem meðlæti. Maturinn sem ég pantaði var ekki til svo að ég fékk kjúkling í staðinn fyrir kalkún á samlokuna mína. Samlokan átti að vera með avokado, en ég fékk slummu af guacamole í staðinn. Verð að segja að ég sakna daganna þegar þjónustufólkið skildi ekki íslensku, því það virtist a.m.k. leggja sig fram við að veita góða þjónustu. Hafði ætlaði að gefa 1 stjörnu en viðurkenni að maturinn var allt í lagi á bragðið og enginn fékk í magann.