Ég er 26 ára landsliðsmaður í skíðagöngu og Ólympíufari. Uppalinn á Sauðárkróki en ég keppi fyrir nú hönd Fjallabyggðar. Árin 2005-2008 bjó ég í Lillehammer, Noregi þar sem ég stundaði nám við NTG samhliða skíðaiðkun. Svo þjálfaði ég á Ísafirði 08/09. Síðastliðin árin hef ég glímt við meiðsli og veikindi, ég greindist með hryggikt árið 2009, lá þá beinast fyrir að leggja skíðin á hilluna. En eftir að hafa komist á lyf sem virkuðu þá hafa hlutirnir breyst og ég ákvað 2011 að setja stefnuna á Ólympíuleikana í Sochi 2014. Ég keppti svo á ÓL í febrúar 2014 og náði ágætis árangri.