Hönnun AT405 byggir á reynslu íslenskra jeppamanna til fjölda ára og er framleitt hjá fjórða stærsta dekkjaframleiðanda Kína fyrir Arctic Trucks.
AT405 er hannað sem vetrardekk og kemur flipaskorið (mikróskorið) og einnig borað fyrir nagla (dreifing óregluleg og því meiri virkni). Þetta dekk er hannað fyrir 12"-14" breiðar felgur og stendur í 38,1". Mynstrið er milligróft og stefnuvirkt með opnar rásir fyrir vatn og krapa.