Lagoon Bar er staðsettur inn af baðstaðnum og aðeins aðgengilegur þeim sem þangað fara. Þar er hægt að fá léttar veitingar og drykki og er þar lögð sérstök áhersla á það kalda og ferska, s.s. nýkreista ávaxtasafa, ís og boost og fleira. Allar vörur eru skráðar á aðgangsarmbandið sem er síðan gert upp við brottför.
Lagoon Bar þjónar baðgestum jafn innan- sem utandyra. Á innisvæðinu, eftir að komið er úr búningsklefum, er boðið upp á létta hressingu á borð við drykki, ís, ávexti og samlokur sem hægt er að kaupa með aðgangsarmbandinu og greiða við brottför.
Á barnum utandyra er hægt fá ýmsa drykki, nýkreistan ávaxtasafa og boost. Þar er er einnig hægt að fullkomna spa upplifunina með því að prófa eldfjallaskrúbb og þörungamaska. Eldfjallaskrúbburinn og þörungamaskinn eru afgreiddir frosnir, án allra umbúða. Hægt er að ylja þá í lófa sér eða dýfa ofan í lónið í stutta stund til að mýkja þá áður en borið er á húðina.
Náttúrulegur eldfjallaskrúbbur fjarlægir dauðar húðfrumur og styrkir varnarlag húðarinnar og laðar fram ljóma hennar.
Hvernig á að nota:
Berið eldfjallaskrúbb varlega á andlitið og líkamann með hringlaga hreyfingum. Varist að bera skrúbb á augnsvæði. Hreinsið með jarðsjó.
Blue Lagoon þörungamaski er þekktur fyrir áhrif sín gegn öldrun húðarinnar. Hann örvar eigin kollagenframleiðslu húðarinnar og nærir hana.
Hvernig á að nota:
Setjið þörungamaskann í lófann og berið á andlit, háls og herðar. Varist að bera maskann á augnsvæði. Látið þorna í 10-15 mínútur og hreinsið af með jarðsjó.