Elskuleg mamma mín kvaddi þennan heim í morgun. Hún var einstök, skemmtileg og sterk kona, frábær knapi á yngri árum, hestadómari og fyrst kvenna í stjórn LH. Skapandi bæði í huga og hönd, mikil prjóna- og hannirðakona, æðrulaus, velviljuð og yndisleg. Hún var góð mamma og amma, hennar er sárt saknað.