Varðveisluúrræðið er það sama og fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik var dæmt, réttarúrræði sem tók við af því sem hét lífstíðarfangelsi og var numið úr norskum hegningarlögum árið 1981. Varðveisludóm í Noregi hljóta þeir afbrotamenn sem svo er ástatt um að hugsanlega sé aldrei hægt að hleypa þeim út í mannlegt samfélag á ný. Er þá hægt, að lágmarkstímanum afplánuðum, að framkvæma mat geðfróðra á dæmdum einstaklingi og án nýrrar ákæru framlengja afplánunartíma svo lengi sem hætta er talin stafa af brotamanninum. Með öðrum orðum er þar á ferð úrræði sem gerir norsku réttarkerfi kleift að hleypa fólki, sem óbetranlegt telst, aldrei aftur út úr fangelsi