Enn vantar nokkra mentora fyrir erlenda nemendur. Það er bæði gefandi og skemmtilegt að vera mentor og frábært tækifæri fyrir þá sem hafa sjálfir hug á að fara í skiptinám, hafa farið í skiptinám eða þá sem vilja kynnast fólki frá öðrum menningarsvæðum. Nemandi sem lýkur skyldum sínum sem mentor fær starf sitt skráð í skírteinisviðauka við útskrift sem getur reynst styrkur síðar, sérstaklega þegar sótt er um framhaldsnám erlendis.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem allra fyrst.