Þetta skrifaði Orri Úlfarsson inn á Ask fyrir tveimur dögum. Deili þessu hér.
---
Líklega hafa einhverjir verið að bíða eftir smá ferðasögu eða slíku, þannig að ég ætla í stuttu máli að gefa smá "update".
Ferðin sjálf tók svívirðilega langan tíma sem ég vil helst ekki þurfa að reikna saman en held að hafi verið í kringum 36 klukkutímar með öllu. Þá voru flestir bugaðir og þreyttir eftir langt ferðalag og fengu að sofa í íþróttahúsi á mótssvæðinu, sem var að mínu mati langbesta nótt ferðarinnar.
Eftir tvær nætur í íþróttahúsinu tók svo við að þurfa að kljást við óyfirstíganlega mikinn hita og raka. Sem hefur reyst öllum mjög erfitt og eru flestir krakkarnir orðnir hálfsturlaðir af hitanum. Það er ekki fyrr en núna á 9.(?) degi sem ég allavega er byrjaður að venjast hitanum að einhverju marki.
Askur deilir tjaldbúð með nokkrum færeyskum skátum og tveim Litháum ásamt foringjum sem er skemmtileg reynsla þrátt fyrir tungumálaveggi sem eru þó að mestu kleifir því að enskukunnátta flestra er góð.
Núna seinna í dag fær mótssvæðið heimsókn fá prinsinum í Japan, sem er spennandi og við höfum fengið leiðbeiningar um að mæta ekki á þann viðburð með prik eða hnífa og að drónar verði skotnir niður ef þeir sjást. Þannig að það verður líklega spennandi.
Þið heyrið líklega frá mér aftur í náinni framtíð, þetta var bara smá samantekt af upplifun minni, og flestra, hérna.
m.b.kv. Orri.