Afmælisnefnd 100 ára kosningarréttar kvenna 19. júní stóð fyrir athöfn á Austurvelli í dag. Frá kl. 15–16 ómaði Austurvöllur af kórsöng til heiðurs konum. Eftir skrúðgöngu frá Miðbæjarskóla sem kom inn á Austurvöll kl. 16.00 hófst dagskrá við Alþingishúsið með kórsöng margra kóra.