Útgerðarfyrirtækið Samherji segist hafa látið kanna þau gögn sem WikiLeaks hefur birt um félagið, en þar sé aðallega um að ræða mikið magn pósta úr pósthólfi Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Samherji segir að Jóhannes hafi handvalið tölvupósta og aðeins afhent um 42% af tölvupóstunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær.