Ég tek að mér að aðstoða fólk i sambandi við þjálfun. Ef þú ert með eitthvað markmið í huga þá skal ég glaður hjálpa þér við að ná því. Ég hef sett upp dálk hér að ofan undir yfirskriftinni "þjálfun" með nánari upplýsingum.
Einnig ætla ég að taka að mér að halda fyrirlestra sé eftir því óskað. Nánari upplýsingar undir flipanum fyrirlestrar.
Ég er 26 ára landsliðsmaður í skíðagöngu og Ólympíufari. Uppalinn á Sauðárkróki en ég keppi fyrir nú hönd Fjallabyggðar. Árin 2005-2008 bjó ég í Lillehammer, Noregi þar sem ég stundaði nám við NTG samhliða skíðaiðkun. Svo þjálfaði ég á Ísafirði 08/09. Síðastliðin árin hef ég glímt við meiðsli og veikindi, ég greindist með hryggikt árið 2009, lá þá beinast fyrir að leggja skíðin á hilluna. En eftir að hafa komist á lyf sem virkuðu þá hafa hlutirnir breyst og ég ákvað 2011 að setja stefnuna á Ólympíuleikana í Sochi 2014. Ég keppti svo á ÓL í febrúar 2014 og náði ágætis árangri.
Ég býð uppá að halda fyrirlestra sé eftir því óskað. Ég tala um mikilvægi þess að setja sér markmið í lífinu. Ég nota mikið eigin reynslu og vil með því veita fólki innblástur við að elta sína drauma. Mig langar til að hjálpa og verða þeim hvatning til að láta drauma sína rætast.
Fyrirtæki, félagasamtök, skólar o.fl.
Sími: 8467192
Netfang: saevarbi@gmail.com
Ef þú vilt hafa samband við mig þá er möguleiki að gera það hér að neðan.