Veljið eitt listaverk sem felur í sér hugmyndir, þekkingu og/eða færni fleiri en einnar listgreinar og skrifið um það greinargerð (450 – 650 orð). Atriði til að hafa m.a. í huga við gerð greinargerðarinnar: Hvenær er verkið gert og í hvaða samhengi? Hvaða listgreinar mætast í verkinu og á hvaða forsendum? Hvað er höfundur / höfundar að reyna að ná fram með verkinu? Hefur verkið erindi við samtímann og þá hvaða?Við námsmat er tekið mið af; greiningu á verki, merkingu þess og tilgangi, frumleika og rökum fyrir því hvernig verkið er tengt milli listgreina, uppbyggingu og inntaki greinargerðar, notkun heimilda og frágangi.