Áður en Tómas hélt af stað til Montreal sýndi hann á myndlistasýningunni Doma Art Festival í Búlgaríu ásamt tíu öðrum Íslendingum. Þá var hann einnig að leika í myndlistabíómynd í Tyrklandi sem sýnd verður í Istanbúl. Myndin var tekin austast í Tyrklandi við landamæri Sýrlands og Írans. Hann segir svæðið sem hann hafi verið á hættulaust. „Þetta var alveg ótrúlega fallegt og mikið ævintýri að taka þarna upp.