Ryoichi Higuchi er japanskur tónlistarmaður sem kominn er hingað til lands til þess að halda tónleika en hann hefur tileinkað lífi sínu tónlist. Hann líkir sér við „póstburðarmann“ sem afhendir „Bréf til minna kæru barna“ með söng sínum og breiðir út boðskap sinn um ást og virðingu í formi tónlistar.
Ryoichi, sem er vel þekktur í heimalandi sínu, Japan, á sér einnig sinn aðdáendahóp á Íslandi en áhugafólk um japanska samtímatónlist ætti að þekkja til hans verka.
Tónlistarmaðurinn samdi frægt lag eftir ljóði óþekkts höfundar frá Brasilíu sem nýlega var þýtt á íslensku undir nafninu „Bréf til minna kæru barna“ (sjá hér fyrir neðan). Þýðandinn bað Ryoichi að koma til Íslands svo að fólk hér á landi gæti notið tónlistar hans og nærveru. Nú er hann kominn og heldur þrenna tónleika okkur öllum til mikillar gleði.