Þjálfun
Tek að mér að þjálfa fólk með ákveðin markmið i huga.
Þetta var mjög öruggt hjá mér“...
Veronika Lagun, Skíðafélagi Akureyrar, sigraði örugglega í fyrstu grein Skíðalandsmóts Íslands á Akureyri sem fram fór undir kvöld. Keppt var í 1 km sprettgöngu í mjög skemmtilegri braut þar sem áhorfendur gátu fylgst með keppendum allan tímann.
Fjórar konur kepptu í úrslitariðlinum og var Veronika fyrst allan tímann. Segja má að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Veronika spjallaði við mbl.is eftir gönguna.
,,Þetta var mjög öruggt hjá mér en ég var ekki viss um sigur fyrr en eftir síðustu beygjuna en þá sá ég engan á eftir mér og varð alveg ofsalega glöð.“ En hvað æfir Veronika oft í viku? ,,Ég æfi 3-4 sinnum í viku og aðstaðan hérna á Akureyri er virkilega góð. Veðrið var að stríða okkur í mars og þá féllu einhverjar æfingar niður. Við erum ekki sérstaklega að æfa sprettgönguna, þetta er svona aukagrein hjá okkur en mér finnst mjög gaman að keppa í henni þar sem spennan er svo mikil.“
Og hvernig setti hún svo sigurgönguna upp? ,,Þetta er spurning um fulla einbeitingu og taktík. Það var langa brekkan upp í móti sem skilaði góðu forskoti og ég var staðráðin í að keyra hana á fullu“ sagði Veronika skælbrosandi í sólinni í Hlíðarfjalli.