Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem handtekinn var í Namibíu 22. nóvember, sætir enn farbanni frá Namibíu. Arngrími var gert að leggja inn vegabréf sitt og var máli hans frestað fram í lok janúar. Samkvæmt Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, hefur engin framþróun orðið í máli Arngríms. Hann er enn vegabréfslaus og í farbanni frá Namibíu.