Ágætu nemendur
Náms- og starfsráðgjöf HÍ býður námsmönnum Háskóla Íslands upp á örfyrirlestur í hádeginu miðvikudaginn 14. september kl. 12:30-13:00 í Ht-300.
Farið verður yfir helstu atriði tímastjórnunar og hvernig gott er að skipuleggja tímann sinn og forgangsraða verkþáttum.
Fyrirlesturinn er nemendum að kostnaðarlausu og allir velkomnir á meðan að húsrúm leyfir.