Öskjuhlíðin er eitt af rótgrónustu svæðum landsins og hefur verið klifrað þar síðan 1978. Í rauninni var þetta fyrsta æfingaraðstaða reykvískra klifrara áður en innanhúss æfingarveggir voru byggðir. Það er aðallega klifrað á fyrstu þremur steinunum á svæðinu en einnig eru leiðir á nokkrum steinum innar í skóginum.
Stríðsminjar í Öskjuhlíðinni eru ýmiskonar byggingar frá seinni heimsstyrjöldinni. Þar má meðal annars finna steypt skotbyrgi, stjórnbyrgi, víggrafir úr torfi og grjóti, loftvarnarbyrgi, neðanjarðarvatnstankar, fjöldi gólfa og grunna undan bröggum og öðrum byggingum. Hluti gistibúða breska flughersins (e. Transit Camp) er enn í Nauthólsvík.