Tígrisgóbinn (Awaous flavus) er litríkur góbi frá S-Ameríku. Hann verður um 8 cm langur fullvaxinn. Þessa fiska er best að hafa í litlum torfum. Ganga aðeins með öðrum smávöxnum rasborrum, tetrum, regnbogafiskum ofl. sem hann getur ekki gleypt. Þetta nokkuð harðgerður fiskur sem dafnar vel í pH 6-7 og 22-27°C. Þetta er duglegur hoppari þ.a. búrið þarf að vera vel lokað. Getur nartað í ugga annarra fiska.